Orð í tíma töluð

Orð í tíma töluð er nýtt snjallforrit – app – fyrir Android snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir notendum kleift að fletta upp og leita í um 7000 tilvitnunum sem sumar hafa hafa lifað með þjóðinni í þúsund ár meðan aðrar hafa orðið til á síðustu árum.

Snjallforritið byggir á tilvitnanaorðabók Tryggva Gíslasonar magisters, fyrrverandi skólameistara MA, en bókin kom  út árið 1999 og er nú löngu uppseld.

Í appinu er að finna sérvalið efni þar sem gerð er grein fyrir tilteknum höfundi eða sögupersónu  og tilvitnunum sem tengdar eru þeim gerð skil. Þar sem Orð í tíma töluð kemur út sem snjallforrit á Degi íslenskrar tungu - sem haldinn er á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember - er við hæfi að vakin sé athygli á Jónasi og þeim mikla fjársjóði fyrir íslenska tungu sem hann skilur eftir sig.

 Þú getur sótt forritið hér

StokkutHægt er að leita í appinu að tilvitnunum, einstaka orðum eða orðasamböndum. Einnig er hægt að leita að nafni höfundar, stað, ártali eða hverju því öðru sem þér sýnist.


Oft man maður ekki nema lítið brot úr tilvitnun: Hver var það sem sagði eitthvað gáfulegt um vatn…?.

Vitaskuld er líka hægt að leita með því að tala við símann, ef þú t.d ert með Samsung Galaxy S4 – sem skilur íslensku, eins og fólk veit.

 


Þú getur stjörnumerkt uppáhalds tilvitnanirnar þínar og safnað þeim saman á einn stað.

 

 

 

AppIcon

Tilgangurinn með því að birta þetta verk sem snjallforrit er að auðvelda leit að tilvitnunum að grípa til við ýmis tækifæri og varpa ljósi á þá auðlegð íslenskrar tungu sem felst í tilvitnunum.  Síðast en ekki síst er tilgangurinn að veita áhugasömum skemmtan af því að kynnast tilvitnunum og rýna í það sem að baki orðunum býr.

Vonandi verður appið til þess að gera fólk meðvitaðra um hversu margslungið og lifandi tungumálið er.
Hafirðu ábendingar um viðbætur eða annað sem koma má að notum til að gera þetta app betra er hægt að senda tölvupóst á netfangið ord@tvr.is eða tryggvi.gislason@gmail.com.

Allur réttur áskilinn. Tæknivörur ehf. – www.tvr.is